Auka hnýtingarkvöld

Nú eru tvenn hnýtingarkvöld Febrúarflugna að baki hjá Ármönnum og það hefur verið ágæt mæting í Árósa þessi kvöld. Félaginu hafa borist ábendingar um að nokkrir áhugasamir eigi ekki heimangengt á mánudagskvöldum og því hafa Ármenn og FOS.IS tekið þá ákvörðun að á morgun, miðvikudaginn 13. febrúar verður skotið inn auka-hnýtingarkvöldi Febrúarflugna í Árósum, Dugguvogi 13.

Að venju opnar félagsheimilið kl. 20:00 og auðvitað eru allir velkomnir. Tvö síðustu kvöld hafa ný andlit kíkt inn og það er mál manna að þær flugur sem hrotið hafa úr hnýtingarþvingum þeirra beri miklum metnaði vitni og það sé greinilegt að fluguhnýtingar eigi sér bjarta framtíð.

Skildu eftir svar