Skegg og skott á mánudaginn

Þriðja, en þó í raun fjórða hnýtingarkvöld Febrúarflugna verður haldið n.k. mánudagskvöld 18. febrúar í Árósum, Dugguvogi 13 og hefst að venju kl.20:00.  Undanfarin mánudagskvöld og síðasta miðvikudagskvöld hafa áhugmenn og hnýtarar kíkt við, smellt í nokkrar eða fylgst með öðrum hnýta flugur sem síðar hafa slegist í hóp þeirra 210 flugna sem þegar hafa komið fram í mánuðinum á Fésbókarsíðu átaksins. Allar flugurnar má einnig sjá á einum stað á FOS.IS fyrir þá sem ekki hafa aðgang að Facebook.

Skildu eftir svar