Aðalfundur Ármanna 13. mars

Aðalfundur Ármanna verður haldin í Árósum, miðvikudaginn 13. mars kl.20:00 stundvíslega. Rétt til setu á aðalfundi, kosningarétt og kjörgengi hafa allir skuldlausir félagar. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Fundargerð síðasta fundar.
  3. Skýrsla formanns um starfsemi stjórnar og fastanefnda.
  4. Endurskoðaðir reikningar.
  5. Lagabreytingar.
  6. Ákvörðun árgjalds og inntökugjalds.
  7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
  8. Önnur mál.

Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út þann 15. janúar og bárust þrjú framboð og teljast þau fullgild. Í framboði til stjórnarkjörs eru því félagar #905 Jóhann Hannesson, #857 Sigurður Kristjánsson og #880 Sigurjón Þorvaldsson. Úr stjórn ganga #744 Garðar Þór Magnússon, #757 Sæmundur Bjarnason og #871 Kjartan Orri Ingvason. Formaður félagsins gefur kost á sér til endurkjörs, en aðrir stjórnarmenn eru á miðju kjörtímabili og verður því ekki kosið um þeirra sæti.

Stjórn félagsins bárust nokkrar tillögur að lagabreytingum sem kynntar verða hér og bornar verða upp til afgreiðslu á aðalfundinum:

4. grein

Núverandi: Félagar geta orðið þeir sem eru íslenskir ríkisborgarar eða eiga lögheimili á Íslandi.
Við inngöngu skuldbinda þeir sig til að fara að lögum og siðareglum félagsins
Inntaka nýrra félaga er háð samþykki stjórnar.

Breytingatillaga: Félagar geta orðið þeir einstaklingar sem skráðir eru með íslenska kennitölu.
Við inngöngu skuldbinda þeir sig til að fara að lögum og siðareglum félagsins
Inntaka nýrra félaga er háð samþykki stjórnar.

6. grein

Núverandi: Börn, yngri en 18 ára, makar fullgildra félagsmanna og þeir sem eru 65 ára og eldri geta gerst félagar og greiða þá hálft árgjald.

Breytingatillaga: Börn, yngri en 18 ára og makar fullgildra félagsmanna geta gerst félagar og greiða þá hálft árgjald.

7. grein

Núverandi: Félagi, sem vegna aðstöðu sinnar getur ekki nýtt sér úthlutun veiðileyfa félagsins, en vill áfram njóta annarra réttinda, getur sótt um til stjórnar að verða styrktarfélagi. Styrktarfélagi greiðir hálft árgjald.

Breytingatillaga: Lagt er til að 7. grein falli niður og síðari greinar færist upp um tölulið.

8. grein

Núverandi: Félagi, sem verið hefur í félaginu 10 ár hið minnsta og náð 65 ára aldri, getur óskað eftir að vera undanþeginn greiðslu árgjalds.

Breytingatillaga: Lagt er til að 8. grein falli niður og síðari greinar færist upp um tölulið.

11. grein

Núverandi: Stjórn félagsins skipa 7 menn, formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, auk þriggja meðstjórnenda.
Formaður skal kjörinn sérstaklega, en að öðru leyti skipar stjórnin með sér verkum. Einn stjórnarmanna sitji í húsnefnd.
Formaður og aðrir stjórnendur skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára. Stjórnarmenn skulu ekki sitja í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil samfellt.

Breytingatillaga: Stjórn félagsins skipa 7 menn, formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, auk þriggja meðstjórnenda.
Formaður skal kjörinn sérstaklega, en að öðru leyti skipar stjórnin með sér verkum. Einn stjórnarmanna sitji í húsnefnd.
Formaður og aðrir stjórnendur skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára. Stjórnarmenn skulu ekki sitja í stjórn lengur en þrjú kjörtímabil samfellt.

Stjórn getur kallað til varamenn til stjórnarsetu ef stjórnarmenn forfallast, þó aldrei oftar en tvisvar á milli aðalfunda. Kjósa skal um sæti varamanna á næsta aðalfundi.

15. grein

Núverandi: Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fundargerð síðasta fundar. 3. Skýrsla formanns um starfsemi stjórnar og fastanefnda. 4. Endurskoðaðir reikningar. 5. Lagabreytingar. 6. Ákvörðun árgjalds og inntökugjalds. 7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga. 8. Önnur mál.

Breytingatillaga: Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fundargerð síðasta fundar. 3. Skýrsla formanns um starfsemi stjórnar og fastanefnda. 4. Endurskoðaðir reikningar. 5. Lagabreytingar. 6. Ákvörðun árgjalds. 7. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga. 8. Önnur mál.

21. grein

Núverandi: Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og með samþykki meirihluta allra skuldlausra félagsmanna. Við félagsslit renna eignir félagsins óskiptar í Fiskræktarsjóð.

Breytingatillaga: Félaginu verður ekki slitið nema á aðalfundi og með samþykki meirihluta fullgildra félaga. Við félagaslit renna eignir félagsins óskiptar til frjálsra félagasamtaka sem meirihluti fullgildra félagsmanna samþykkir.

Núgildandi lög má sjá í heild sinni hér á síðunni.

Félagar eru hvattir til að mæta á aðalfund félagsins og taka þannig þátt í afgreiðslu mála og bera upp erindi og/eða fyrirspurnir undir liðnum Önnur mál.

Leave a Reply