Hér má finna nokkur hagnýt atriði fyrir félagsmenn Ármanna sem gott er að hafa í huga.
Vildarvinir félagsins
Ármenn njóta afsláttarkjara hjá eftirtöldum aðilum:
- Flugubúllan veitir félögum 10% afslátt.
- JOAKIM’S veitir félögum 10% afslátt, auk tilfallandi tilboða sem auglýst eru sérstaklega.
- Veiðifélagið veitir félögum 10% afslátt.
- Veiðivon veitir félögum 10% afslátt í verslun
- Vesturröst veitir félögum 10 – 15% afslátt eftir vörutegundum, auk tilfallandi tilboða sem auglýst eru sérstaklega.
- Veiðiflugur veitir félögum 10 – 15% afslátt eftir vörutegundum
- Veiðihornið veitir félögum 10 – 15% afslátt eftir vörutegundum
Fastir liðir í starfi félagsins
Starf félagsins að vetri hefst að öllu jöfnu fyrsta mánudag í vetri með hnýtingarkvöldi ( Skegg og skott ) sem haldin eru nánast alla mánudaga fram til vors.
Aðventukvöld Ármanna er haldið í byrjun desember þar sem leitast er við að kynna áhugaverðar bækur um veiði og veiðimennsku úr jólabókaflóðinu.
Í byrjun janúar er opnað fyrir umsóknir félagsmanna að veiðileyfum komandi sumars, úthlutun leyfa fer fram um mánaðarmótin janúar – febrúar. Eftir þá úthlutun eru veiðileyfi í Hlíðarvatni í Selvogi seld félagsmönnum á sama verði og gildir þá reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.
Félagsgjöld eru innheimt í janúar, rekið á eftir þeim í febrúar og félagsskírteini send í pósti í mars.
Þorrablót Ármanna er haldið fyrsta laugardag í Þorra.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs og skil á lagabreytingum er 15. janúar. Aðalfund Ármanna skal halda eigi síðar en 15. mars ár hvert.
Vorfagnaður Ármanna sem er nokkurs konar uppskeruhátíð vetrarstarfsins er að öllu jöfnu haldin í apríl, páskar ráða oft nokkru um tímasetningu.
Í lok apríl stefna Ármenn í Selvoginn, ganga með bökkum Hlíðarvatns og safna rusli, dytta að húsum og búnaði og gera allt klárt fyrir opnun 1. maí.
Í júní bjóða Ármenn, ásamt öðrum veiðifélögum við Hlíðarvatn, öllum í fría veiði í Selvoginum, kynna starfsemi sína og taka á móti gestum.
Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði á vegum Ármanna má finna hér.