Skegg og skott

Hnýtingarkvöld Ármanna ganga undir heitinu Skegg og skott eru fastur liður í starfi félagsins á hverjum vetri. Frá hausti og fram á vor hittast félagar í félagsheimili Ármanna í Dugguvogi á mánudagskvöldum kl.20:00, hnýta flugur og skeggræða um nýjungar í fluguhnýtingum.

Leitast er við að halda þemakvöld reglulega þar sem félagar taka gjarnan fyrir ákveðna flugu, spá í uppbyggingu og bestu aðferðir við hnýtingu hennar og þar fram eftir götunum. Eftir atvikum fá Ármenn gestafyrirlesara eða leiðbeinanda til að kynna ákveðið þema eða flugur og eru þau kvöld auglýst sérstaklega.

Þeim sem áhuga hafa á að kynna sér fluguhnýtingar er bent sérstaklega á að það eru ávalt uppsettar græjur til hnýtinga á mánudagskvöldum þar sem hægt er að spreyta sig í fluguhnýtingum og njóta leiðsagnar félagsmanna í listinni að hnýta sína eigin flugu. Þau mánudagskvöld þar sem boðið er sérstaklega til kennslu eru auglýst sérstaklega. Sú hefð hefur skapast í félaginu að bjóða alla velkomna á Skegg og skott, hvort sem viðkomandi er þegar félagi eða ekki ennþá.

Ármenn eiga veglegt bókasafn þar sem finna má fjölda handbóka og leiðbeininga um fluguhnýtingar og félagsmönnum standa þær bækur vitaskuld til boða að láni. Nánari upplýsingar um bókasafnið má finna hérna.

Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði á vegum Ármanna má finna hér.