Veiðitölur

Veiðitölur Ármanna úr Hlíðarvatni í Selvogi hafa alltaf verið Ármönnum hjartans mál.

Sögusagnir fyrir um áratugum síðan um minnst 100 fiska á stöng á dag, flugur töpuðust nánast aldrei vegna festa í botni því fiskur tók hana alltaf áður, svartir flekkir af bleikjum sveimandi og aðgerðarblöðrur í lófum. Ef brjóstbirta fékk að fylgja með í ferð þá kom hún oftast heim aftur vegna hörku útgerðar. Já, þetta ku víst hafa verið svona en þekkist vart í dag þó svo að ágætlega veiðist – stundum.
En Ármaður er hófsamur í veiði og metur íþrótt umfram aflamagn samkvæmt siðareglum.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með veiði síðustu ára þá verða settar hér inn bæði veiðibækur Ármanna úr Hlíðarvatni í Selvogi ásamt stuttri skýrslu eða kynningu það árið.
Í veiðibókunum eru allar upplýsingar sem voru ritaðar í bækurnar nema að nöfn veiðimanna fylgja ekki.

Unnið verður að koma inn eldri veiðibókum og fleiri upplýsingum hér inn eftir því sem nennan hellist yfir.