Fossá – neðan Hjálparfoss

Fossá í Þjórsárdal er falleg lax og silungsveiðiá sem rennur í efri hluta Þjórsár og er í 122 km. fjarlægð frá Reykjavík. Aðeins er veitt með flugu í Fossá og skal sleppa öllum fiski aftur í ánna. Áin skiptist í tvo hluta; ofan og neðan Hjálparfoss.

Frá Hjálparfossi að ármótum við Þjórsá er eitt samfellt veiðisvæði. Veitt er af báðum bökkum árinnar, þar skiptast á flottar breiður, djúpir hyljir og fallegir strengir. Eitthvað af laxi gengur í ánna í júlí en besti tíminn er þegar líður á haustið. Vænir urriðar og fallegar bleikjur leynast víða.

Stangafjöldi: Veitt er á 2 stangir, einn dag í senn.

Veiðitímabil: 10. maí – 19. júní.
Verð:  8.000,- kr. tvær stangir til Ármanna eingöngu í forsölu í febrúar

Veiðitímabil: 20. júní – 10. júlí
Verð:  30.000,- kr. tvær stangir til Ármanna eingöngu í forsölu í febrúar

Veiðitímabil: 11. júlí – 20. júlí.
Verð:  35.000,- kr. tvær stangir til Ármanna eingöngu í forsölu í febrúar

Veiðitímabil: 21. júlí – 5. ágúst
Verð:  45.000,- kr. tvær stangir til Ármanna eingöngu í forsölu í febrúar

Veiðitímabil: 6. ágúst – 15. ágúst
Verð:  60.000,- kr. tvær stangir til Ármanna eingöngu í forsölu í febrúar

Veiðitímabil: 16. ágúst – 30. ágúst
Verð:  70.000,- kr. tvær stangir til Ármanna eingöngu í forsölu í febrúar

Veiðitímabil: 31. ágúst – 30. september
Verð:  98.000,- kr. tvær stangir til Ármanna eingöngu í forsölu í febrúar

Veiðitími: 12 klukkustundir á dag.
Leyfilegt agn: Fluga.
Veiðihús: Ekkert.
Reglur: Öllum fiski skal sleppt.
Veiðibók: Senda skal aflatölur á armenn@armenn.is
Veiðiumsjón: Guðmundur Atli Ásgeirsson, gsm. 844 6900