Eystri Rangá

Markvisst hefur verið unnið að rækt stórlaxastofns Eystri Rangár í nokkur ár með klakveiði í byrjun tímabilsins þar sem öllum veiddum laxi er sleppt í klakkistur.
Veiðimenn eru beðnir um að gæta að því að fullþreyta fisk sem setja á klakkistur, nota hnútalausa háfa og forðast allt hreisturlos.

Veiðitímabil: 15. júní – 27. júní.
Verð:  45.000,- kr. pr.stöng til Ármanna eingöngu í forsölu í febrúar.
Afsláttur:  10.000,- kr. afsláttur séu keyptir tveir dagar saman

Veiðitími: 12 klukkustundir á dag.
Leyfilegt agn: Fluga.
Veiðihús: Ekkert.
Hentugustu veiðitæki: Tvíhenda 13-15”, lína 9-11. Mælt er með sökktaum.
Bestu flugur: Pool fly, Snælda, Black & blue, Sunray shadow, Collie Dog og Willie Gun.
Staðhættir og aðgengi: Gott, bílfært að langflestum veiðistöðum.
Reglur: Allan lax skal setja í kistur.
Veiðiumsjón: Guðmundur Atli Ásgeirsson, gsm. 844 6900