Ármenn hafa á sínum snærum tvö föst veiðisvæði; Hlíðarvatn í Selvogi og vötnin sunnan Tungnaár, Framvötnin. Að auki hafa Ármenn samið um veiðileyfi í Hnausatjörn í Vatnsdal frá 20. apríl til 30. júní sumarið 2023.
Saga Ármanna við Hlíðarvatn spannar áratugi og vatnið hefur oft verið kallaður heimavöllur Ármanna og félagsmenn hafa viðað að sér mikilli þekkingu á vatninu og lífríki þess. Við vatnið stendur veiðihús félagsins, Hlíðarsel.
Vötnin sunnan Tungnaá að Fjallabaki ganga yfirleitt undir heitinu Framvötn og þar veiða Ármenn gjaldfrjálst sem félagsmenn. Þótt vötnin hafi ekki verið lengi innan vébanda Ármanna, þá hafa félagsmenn áratuga reynslu af mörgum þeirra.
Auk ofangreindra vatna leitast félagið við að bjóða félagsmönnum áhugaverða veiði á hagstæðum kjörum eftir því sem til boða stendur hverju sinni.