Framvötn

Framvötn eru í um 170 km. fjarlægð frá Reykjavík inni á Landmannaafrétti og eru í umsjá Veiðifélags Landmannaafréttar.

Félagsskírteini Ármanna gildir sem veiðileyfi í öll vötnin. Veitt er frá því fært er í vötnin um miðjan júní og meðan vakt er í Landmannahelli. Um aflabrögð má lesa í viðtali við Örn Daníelsson, sem birt er í desemberhefti Áróðs 2008. Einnig eru greinargóðar lýsingar á vötnum og aðstæðum í maí hefti Áróðs 2009 eftir Olgeir Benediktsson í Nefsholti.

Staðsetning: Vatnaklasi á Landmannaafrétti í um það bil 170 km fjarlægð frá Reykjavík, norðan og austan við Heklu.
Veiðisvæðið: Fjölbreytileg vötn sem gefa bæði bleikju og urriða. Þekktust vatnanna eru trúlega Frostastaðavatn, Löðmundarvatn og Ljótipollur. Önnur vötn á svæðinu eru; Hrafnabjargavatn, Sauðleysuvatn, Herbjarnarfellsvatn, Lifrarfjallavatn, Dómadalsvatn, Eskihlíðarvatn, Hnausapollur, Blautaver og Kýlingavötn.
Veiðitímabil: Veitt er frá því fært er í vötnin um miðjan júní og fram í september, eða meðan ferðaþjónustan er opin í Landmannahelli. Utan þess tíma er hægt að fá gistingu eftir því sem færð og veður leyfir.

Verð: 0,- kr. fyrir Ármenn eingöngu.

Stangafjöldi: Ótakmarkaður.
Leyfilegt agn: Hér veiða Ármenn á flugu.
Veiðihús: Í Landmannahelli eru skálar í nokkrum stærðum þar sem góð aðstaða er til gistingar í svefnpoka. Húsin eru með upphitun, rennandi vatni, eldunaraðstöðu, vatnssalerni og útigrilli. Einnig er við Landmannahelli svæði fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Á heimasíðu Hellismanna má nálgast allar upplýsingar um aðstöðuna. Pantanir og fyrirspurnir í síma 893-8407.
Reglur: Félagsskírteini Ármanna gildir sem veiðileyfi í öll vötnin. Ármenn skulu framvísa félagsskírteini í Landmannahelli áður en veiðar eru hafnar og skila skýrslu um afla áður en farið er af svæðinu.
Umsjón: Skálaverðir í Landmannahelli.

kort_framvotn