Veiðileyfaumsókn

Lokað hefur verið fyrir umsóknir veiðileyfa í forúthlutun 2019. Nú tekur við vinna við uppröðun leyfa samkvæmt þeim forgangi sem skráður var á þær.

Fljótlega munu samþykktar umsóknir verða staðfestar með tölvupósti og kröfu í heimabanka. Í framhaldi fara lausir dagar í sölu innan félagsins og þá gildir reglan; fyrstir koma, fyrstir fá.

Þau veiðisvæði sem stóðu félagsmönnum standa til boða í forúthlutun voru; Hlíðarvatn í Selvogi, Eystri Rangá, Fossá – neðan Hjálparfoss, Fossá – ofan Hjálparfoss, Ytri Rangá – efra svæði og Ytri Rangá – neðra svæði. Nánari umfjöllum um svæðið má nálgast hér til hliðar.

Tímabil til úthlutunar

Hlíðarvatn í Selvogi: 2. maí – 30. september, að undanskildum sunnudeginum 9. júní.
Eystri Rangá: 15. júní – 27. júní.
Fossá neðan Hjálparfoss: 10. maí – 30. september.
Fossá ofan Hjálparfoss: 10. maí – 10. júní.
Ytri Rangá – efra svæði: 5. apríl – 20. ágúst.
Ytri Rangá – neðra svæði: 5. apríl – 25. maí.

Dagsetningar uppseldar í Ytri Rangá

Apríl: 15-22
Maí: 13-20