Veiðileyfaumsókn

Þau veiðisvæði sem félagsmönnum standa til boða 2019 í forúthlutun eru; Hlíðarvatn í Selvogi, Eystri Rangá, Fossá – neðan Hjálparfoss, Fossá – ofan Hjálparfoss, Ytri Rangá – efra svæði og Ytri Rangá – neðra svæði. Nánari umfjöllum um svæðið má nálgast hér til hliðar.

Vinsamlegast aðgætið að velja einungis daga sem lausir eru til úthlutunar, lista yfir tímabil má sjá neðst á síðunni. Fylla þarf út eina umsókn fyrir hvern forgang sem félagi kýs að nýta sér.

Athygli er vakin á því að skila þarf inn jafn mörgum umsóknum í hópsumsókn og félagar eru margir sem standa að henni, ekki er nægjanlegt að aðeins einn sæki um fyrir hönd hópsins.

Þeir sem vilja skila umsókn með gamla laginu, þ.e. á pappír geta nálgast eyðublöð umsókna hérna: A-E umsókn / F-J umsókn og skilað í Árósa fyrir miðnætti 23. janúar þegar umsóknarfrestur rennur út.

Tímabil til úthlutunar

Hlíðarvatn í Selvogi: 2. maí – 30. september, að undanskildum sunnudeginum 9. júní.
Eystri Rangá: 15. júní – 27. júní.
Fossá neðan Hjálparfoss: 10. maí – 30. september.
Fossá ofan Hjálparfoss: 10. maí – 10. júní.
Ytri Rangá – efra svæði: 5. apríl – 20. ágúst.
Ytri Rangá – neðra svæði: 5. apríl – 25. maí.

Dagsetningar uppseldar í Ytri Rangá

Apríl: 15-22
Maí: 13-20