Forúthlutun

Umsóknum fyrir forúthlutun félagsmanna í Hlíðarvatn í Selvogi er nú lokið. Nú gefst félagsmönnum, þeim örfáu sem enn hafa ekki greitt félagsgjald fyrir árið 2020, kostur á að ganga frá greiðslu þannig að umsóknir þeirra verði teknar til greina. Byrjað verður að vinna úr umsóknum 6. febrúar og því um að gera að vera búinn að greiða árgjaldið fyrir þann tíma.

Að þessu sinni bárust töluvert fleiri umsóknir en síðsta ár þannig að einhverjir félagsmenn gætu átt von á símtali með tillögu að öðrum veiðidegi en sótt var um. Haft verður samband við aðstandendur þeirra umsókna sem lúta í lægra haldi fyrir sterkari umsóknum. Stefnt er á að úthlutun veiðileyfa verði lokið 11. febrúar og þá geta félagsmenn vænst þess að fá greiðsluseðil fyrir þeim leyfum sem úthlutað verður.

This slideshow requires JavaScript.